Innlent

Stél vélar Icelandair straukst við flug­braut í Ind­landi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Icelandair-vélin var á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum
Icelandair-vélin var á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum Vísir/Vilhelm

Flugvél Icelandair, sem var í leiguverkefni í Indlandi, lenti í óhappi á á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum, sem er í nágrenni við borgina Varanasi.

Stél vélarinnar rakst við flugbraut vallarins. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, við fréttastofu.

Hann tekur fram að enginn slys hafi orðið á fólki, í raun hafi farþegar ekki orðið varir við óhappið.

Flugvirkjar meta nú tjónið og skipuleggja viðgerð á flugvélinni, en önnur flugvél hefur verið send eftir farþegunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×