Körfubolti

Nýtt mót innan NBA hófst með látum í nótt

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luka Doncic skoraði 34 stig gegn Denver í nótt en það dugði ekki til sigurs
Luka Doncic skoraði 34 stig gegn Denver í nótt en það dugði ekki til sigurs Vísir/Getty

Nýtt mót innan NBA deildarinnar hófst með fimm leikjum í nótt. Mótið er nýjung innan NBA, öll lið taka þátt og fjögur þeirra munu leika til úrslita í Las Vegas í desember.

Hugmyndin að mótinu er fengin úr knattspyrnuheiminum til að auka spennu og áhorf á leiki yfir tímabilið. Öll 30 lið deildarinnar taka þátt í mótinu, þeim er skipt í sex riðla af handahófi og leika við hvort annað innbyrðis, leikirnir teljast allir með sem deildarleikir nema undanúrslita- og úrslitaleikurinn í Las Vegas. Efsta lið hvers riðils, auk tveggja 'wildcard' liða fara áfram í 8-liða úrslit. Fyrstu leikir riðlakeppninnar fóru fram í nótt. 

Mikið púður hefur verið lagt í að gera mótið spennandi fyrir alla sem að því koma, leikmenn, þjálfara og aðdáendur. Fyrr í vikunni var það staðfest að allir leikmenn og þjálfarar sigurliðsins fái 500.000$ í verðlaunafé. Rapparinn LL Cool J og hljómsveitin The Roots gáfu svo út lag mótsins í gær.

Mótið hófst með látum þegar opnunarleikur milli ríkjandi deildarmeistara Denver Nuggets og Dallas Mavericks fór fram. Luka Doncic fór mikinn í leiknum en það dugði ekki til sigurs gegn Jókernum og hans mönnum frá Denver sem unnu leikinn að endingu 125-114. 

Steph Curry skoraði sigurkörfuna fyrir Golden State Warriors þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir af leik liðsins gegn Oklahoma City Thunder. Klay Thompson liðsfélagi hans gerði slíkt hið sama kvöldið áður gegn Sacramento Kings.

Niðurröðun og stöðuna í riðlakeppninni má sjá hér.

Öll úrslit næturinnar úr NBA deildinni má finna hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×