Veður

Ró­leg­heita­veður en stöku skúrir við sjávar­síðuna

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir hita á bilinu núll til sjö stig í dag, en frosti í nótt.
Gera má ráð fyrir hita á bilinu núll til sjö stig í dag, en frosti í nótt. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegheitaveðri og skýjuðu með köflum eða bjartviðri í dag. Þó má gera ráð fyrir stöku skúrum eða slydduéljum úti við sjávarsíðuna.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til sjö stig yfir hádaginn, en frost víða að fimm stigum í nótt.

„Á morgun hvessir nokkuð við suðuströndina með austankalda eða -strekkingi síðdegis og dálitlum skúrum, en annars mun hægara og yfirleitt bjartviðri.

Hvessir enn á miðvikudag, mest syðra og skúrir eða dálítil él á austaverðu landinu, en annars yfirleitt bjart. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Austan 5-13 m/s, en hægari norðanlands. Dáliltar skúrir við suðurströndina, en annars bjart að mestu. Hiti 0 til 6 stig yfir hádaginn, en allvíða næturfrost.

Á miðvikudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 við suðausturströndina. Lítilsháttar rigning eða slydda suðaustantil, él norðaustanlands, en að mestu léttskýjað fyrir vestan. Hiti nærri frostmarki.

Á fimmtudag: Norðaustan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil. Dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu á Suður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 6 stig að deginum.

Á föstudag, laugardag og sunnudag: Norðaustlægar áttir og dálítil él, en bjartviðri vestanlands. Heldur kólnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×