Innlent

Umferðarslys við álverið í Straumsvík

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Fjöldi viðbragðsaðila er á staðnum.
Fjöldi viðbragðsaðila er á staðnum. Vísir/Egill

Miklar tafir eru á umferð um Reykjanesbraut eftir umferðarslys þar sem tveir bílar lentu saman. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra eru að öllum líkindum ekki alvarleg.

Slysið átti sér stað klukkan rúmlega 13. 

Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglu er reynt að mjaka umferð framhjá slysstað í skömmtum, en búist er við því að vetvangsvinnu ljúki eftir um tuttugu mínútur eða svo. Þrír voru fluttir á slysadeild en ekki er talið að neinn hafi slasast alvarlega.

Umferðin á Reykjanesbraut gengur afar hægt en búist er við því að vettvangsvinnu ljúki innan klukkustundar. Vísir/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×