Innlent

Sólheimajökull skríður fram í fyrsta sinn í hálfan annan áratug

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Krakkarnir í sjöunda bekk í Holsskóla komust að því við mælingar í síðustu viku að Sólheimajökull hafði skriðið fram í fyrsta sinn í hálfan annan áratug.
Krakkarnir í sjöunda bekk í Holsskóla komust að því við mælingar í síðustu viku að Sólheimajökull hafði skriðið fram í fyrsta sinn í hálfan annan áratug. Hvolsskóli

Í fyrsta sinn í fjórtán ár hefur Sólheimajökull skriðið fram. Þetta kom í ljós þegar nemendur í sjöunda bekk í Hvolsskóla fóru í árlega mælingu á jöklinum síðastliðinn mánudag.

Fréttaveitan Sunnlenska greinir frá því að nemendur Hvolsskóla hafi undanfarin fjórtán ár mælt jökulsporð Sólheimajökuls og í fyrsta sinn hafi jökullinn skriðið fram milli ára. Nemendur vinna eftir GPS punktum til að mæla frá fyrsta punkti að jökulsporðinum. 

Síðastliðin ellefu ár hafa nemendurnir fengið aðstoð björgunarseitarmanna Dagrenningar á Hvolsvelli þar sem myndarlegt lón hefur myndast fyrir framan jökulsporðinn.

Segir í frétt Sunnlenska að í fyrstu mælingu var jökullinn 318 metra frá fyrsta punkti að jökulsporðinum. Í fyrra hafi jökullinn mælrst 763 metra frá sporðinum en í ár 711 metra. Þetta þýði að jökullinn sé að bráðna niður og ýtast fram og hafi færst fram um 52 metra á þessu eina ári. 

Árin áður hefur jökullinn hopað að meðaltali um 37 metra á ári og því algjör viðsnúningur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×