Sport

Forseti IOC vill ekki útiloka það að sitja áfram þótt reglurnar banni það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Bach er forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Hann hefur verið það frá 2013.
Thomas Bach er forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Hann hefur verið það frá 2013. Getty

Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar er ekki búinn að loka á þann möguleika að hann sækist eftir endurkjöri. Vandamálið er að reglurnar banna slíkt en verður þeim breytt?

Þjóðverjinn Thomas Bach hefur setið sem forseti IOC, Alþjóða Ólympíunefndarinnar, síðan árið 2013. Núverandi kjörtímabil hans rennur út eftir tvö ár.

Samkvæmt reglunum þá má forseti ekki sitja lengur en tólf ár. Forveri hans Jacques Count Rogge var forseti frá 2001 til 2013 en Juan Antonio Samaranch var aftur á móti forseti frá 1980 til 2001 eða í 21 ár.

Nokkrir meðlimir Alþjóða Ólympíunefndarinnar hafa talað um þann möguleika að hinn 69 ára gamli Bach fái að halda áfram eftir 2025.

Þetta eru IOC meðlimirnir Mustapha Berraf frá Alsír, Luis Mejia Oviedo frá Dóminíkanska lýðveldinu, Aicha Garad Ali frá Djibútí og Camilo Perez Lopez Moreira frá Paragvæ. Bach hefur fengð hrós fyrir starf sitt og er sjálfur opinn fyrir áframhaldi.

„Ég hef heyrt orðróm um að sumir meðlimir vilji að ég haldi áfram. Það er bara mannlegt að það snerti mig mikið og met mikils að fá slíka stuðning og vináttu. Þetta snýst allt um gagnkvæma virðingu,“ sagði Thomas Bach á ársþingi nefndarinnar. Hann vill ekki útiloka neitt en þarf að passa sig því breyta þarf reglunum ætli hann að fá annað kjörtímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×