Fótbolti

Karólína markahæst í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur byrjað frábærlega með Bayer Leverkusen.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur byrjað frábærlega með Bayer Leverkusen. getty/Hollandse Hoogte

Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á tímabilinu en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Bayern München lánaði landsliðskonuna til Bayer Leverkusen fyrir tímabilið og hún hefur farið af stað með látum hjá nýja félaginu.

Karólína skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Leverkusen vann Freiburg, 3-0, á sunnudaginn.

Hún hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni og gefið tvær stoðsendingar.

Karólína er markahæst í þýsku deildinni ásamt samherja sínum hjá Leverkusen, Nikolu Karczewska, og Melissu Kössler hjá Hoffenheim.

Leverkusen er í 4. sæti þýsku deildarinnar með sjö stig. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×