Innlent

Skipar starfs­hóp vegna „gull­húðunar“ EES-reglna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, utan­ríkis­ráð­herra, hyggst skipa starfs­hóp til að meta um­fang gull­húðunar EES-reglna og leggja til til­lögur að úr­bótum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá utan­ríkis­ráðu­neytinu. Þar segir að at­huga­semdir og dæmi um að EES-gerðir séu inn­leiddar með svo­kallaðri „gull­húðun“ hafi komið fram að undan­förnu.

Með því sé átt við það þegar stjórn­völd herða á reglum EES-gerða eða bæta við heima­smíðuðum á­kvæðum í inn­leiðingar­frum­vörp sem ekki leiða af skuld­bindingum sam­kvæmt EES-samningnum.

„Gull­húðun leggur í senn byrðar á at­vinnu­lífið og getur grafið undan trausti á EES-samningnum til lengri tíma litið. Nauð­syn­legt er að gera út­tekt á þeim til­vikum þar sem gull­húðun hefur komið upp og greina um­fang hennar og til hvaða úr­bóta sé hægt að grípa í ein­stökum til­vikum og bæta verk­lag,“ segir Þór­dís Kol­brún.

„Eðli málsins sam­kvæmt er mikil­vægt að slík út­tekt verði unnin með að­komu at­vinnu­lífsins og ó­háðra sér­fræðinga, enda þótt stjórn­sýslan þurfi að styðja við slíka vinnu.“

Segir enn­fremur í til­kynningunni að undan­farið hafi verið bent á dæmi þar sem inn­leiðing hafi verið um­fram kröfur EES-reglna án þess að fyrir hafi legið nægjan­legur rök­stuðningur eða kostnaðar­mat og at­vinnu­lífi bent á veru­legan kostnaðar­auka vegna við­komandi inn­leiðingar, um­fram það sem nauð­syn­legt hefði verið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×