Innlent

Boða til blaða­manna­fundar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Forrystumenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja.
Forrystumenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Vísir/Vilhelm

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Ekki fylgja nánari upplýsingar tilkynningunni en ljóst er að  tilefnið er ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér embætti fjármála-og efnahagsráðherra.

Halda spilunum þétt að sér

Eins og fram hefur komið funda þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja á Þingvöllum í dag. Forystumenn flokkanna hafa sagt að um sé að ræða vinnufund sem ekki tengist ákvörðun Bjarna. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í morgun við fréttastofu að vel komi til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vildi ekki gefa upp í dag hvort ákvarðanir hafi verið teknar um hrókeringar í ríkisstjórn. Hún segir að slíkt verði kynnt á morgun. 

Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Bene­dikts­son fari í ráð­herra­stól?

„Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkis­ráðs­fundi. Þessi ríkis­stjórnar­fundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“

Formlega hefur verið boðað til ríkisráðsfundar á morgun. Hann fer fram á Bessastöðum klukkan 14:00 og má gera ráð fyrir því að nýr fjármála-og efnahagsráðherra verði þar mættur.

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Þing­mennirnir mættir til Þing­valla

Stjórnar­þing­menn og ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar eru mættir til Þing­valla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnu­fund. For­sætis­ráð­herra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráð­herra­skipti verði ekki rædd þar.

Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráð­herra­stól

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Bene­dikts­son taki að sér annan ráð­herra­stól. Hann segist virða á­kvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjár­mála­ráð­herra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×