Lífið

Sycamore Tree frumflytur nýtt lag og myndband

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hljómsveitin Sycamore Tree frumsýna lagið Heart Burns Down.
Hljómsveitin Sycamore Tree frumsýna lagið Heart Burns Down. Jónatan Grétarsson

Hljómsveitin Sycamore Tree gaf í dag út lagið Heart Burns Down. Dúóið skipa þau Gunni Hilmars fatahönnuður og tónlistarmaður og söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir.

Lagið er fyrsta lag hljómsveitarinnar af þeirra næstu breiðskífu, SCREAM, sem kemur út á næsta ári. 

„Lagið fjallar um það þegar lífið kastar á þig aðstæðum þar sem þú þarft að taka á öllu þínu til að sigra þær. Það er annað hvort að gefast upp eða bjóða eldinum upp í dans með þér í hitanum, á meðan hjartað þitt kemst yfir aðstæðurnar og sigrar að lokum,“ segir Gunni.

„Augun eru gluggi sálarinnar og Heart Burns Down kallaði fram þörfina á að sýna þær tilfinningar sem ég upplifði þegar þau Ágústa Eva og Gunni Hilmars leyfðu mér að heyra lagið fyrst. Það var útgangspunktur myndbandsins,“ segir Jónatan Grétarsson, listrænn stjórnandi og leikstjóri tónlistarmyndbandsins.

Ágústa og Gunni fengu Jónatan til liðs við sig þar sem þau hrifust af því hversu óhræddur hann er að fara nýjar leiðir í listsköpuninni.

„Okkur þótti niðurstaðan fullkomin sjónræn útgáfa af kjarna lagsins og skila sínum tilgangi afar vel,“ segir Gunni.

Hann segir myndbandið berskjaldað, tilfinningaríkt og óvenjulegt.

Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×