Sport

Við frostmark þegar Ísland tekur á móti Lúxemborg á Laugardalsvelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Völlurinn gæti farið illa út úr leiknum á föstudeginum.
Völlurinn gæti farið illa út úr leiknum á föstudeginum.

Ísland og Lúxemborg eigast við í undankeppni EM á Laugardalsvelli á föstudaginn klukkan 18:45.

Eins og veðurspáin er núna verður við frostmark þegar leikurinn fer fram og sjö metrar á sekúndu.

Mikið álag verður á Laugardalsvellinum næstu vikurnar. Strax á mánudaginn verður síðan einnig leikið á vellinum þegar Liechtenstein mætir í heimsókn.

Íslenska kvennalandsliðið mætir síðan Dönum, 27. október og Þjóðverjum 31. október á vellinum í Þjóðadeildinni.

Þá tekur Breiðablik á móti Gent 9. nóvember í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Landslagið hér á landi er gjörbreytt. Í raun þarf að vera hægt að spila á Laugardalsvellinum allt árið um kring. 

Til að mynda gætu Valskonur þurft að spila hér á landi í Meistaradeild Evrópu í nóvember, desember og janúar.

Ólympíuumspil hjá íslenska kvennalandsliðinu gæti farið fram hér á landi í febrúar á næsta ári. Og umspil um laust sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi gæti farið fram á Þjóðarleikvanginum í mars á næsta ári.

Eins og fram kom á Vísi í gær kemur til greina að leggja gervigras á Laugardalsvöllinn svo einhver bráðabirgðalausn sé til staðar.

Það verður í það minnsta nóg að gera hjá Kristni V. Jóhannssyni vallarstjóra Laugardalsvallar á næstu vikum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×