Sport

„Ég spilaði á móti sjálfum mér í Fantasy í dag“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Travis Etienne Jr. fá fleygiferð með boltann í leiknum á móti Buffalo Bills á ottenham Hotspur leikvanginum í London.
Travis Etienne Jr. fá fleygiferð með boltann í leiknum á móti Buffalo Bills á ottenham Hotspur leikvanginum í London. AP/Alastair Grant

Hlauparinn Travis Etienne var frábær með liði Jacksonville Jaguars í NFL deildinni um helgina.

Vandamálið við frammistöðu hans var kannski helst það að hann var að mæta sjálfum sér í Fantasy deildinni sinni.

„Ég spilaði á móti sjálfum mér í Fantasy í dag,“ skrifaði Etienne á samfélagsmiðla sína. Hann bætti líka við grátkarli og hafði augljóslega tapað þökk sé eigin frábærri frammistöðu.

Etienne skoraði nefnilega tvö snertimörk á móti Buffalo Bills og fór alls með boltann 184 jarda í leiknum.

Hann safnaði því stigunum í Fantasy leiknum og reyndist örugglega mörgum spilurum vel um helgina.

Leikurinn fór fram í London og fagnaði Jacksonville Jaguars sigri á móti fyrirfram töldu einu af sterkari liðum deildarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×