Sport

Svíar syrgja Ólympíu­goð­sögn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agneta Andersson með Önnu Olsson á verðlaunapallinum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984.
Agneta Andersson með Önnu Olsson á verðlaunapallinum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Getty/Michael Montfort

Sænska íþróttasamfélagið fékk sorgarfréttir í gær þegar í ljós að sænska Ólympíugoðsögnin Agneta Andersson væri öll.

Andersson lést 62 ára gömul eftir harða baráttu við krabbamein.

Hún var ein besta kanókona heims á níunda og tíunda áratugnum. Agneta vann þrenn gullverðlaun og sjö verðlaun alls á Ólympíuleikunum.

Agneta vann tvö gull á ÓL í Los Angeles og svo annað gull til viðbótar tólf árum síðar á ÓL í Atlanta 1996.

Hún varð einnig heimsmeistari árið 1993 og vann alls ellefu verðlaun á heimsmeistaramótum.

„Agneta var ekki bara stór íþróttastjarna því hún var einnig góður vinur. Við höfum þekkt hvora aðra síðan ég var sextán ára og hún var átján ára. Við unnum saman fyrstu verðlaunin á HM 1981 og það síðasta árið 1996. Við höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman,“ sagði Susanne Gunnarsson við TT en hún vann mörg verðlaunin með Andersson í tveggja manna kanó.

„Síðustu tuttugu árin höfum við verðið saman utan kanósins. Agneta barðist fyrir lífi sínu og það var sárt að sjá. Hugur minn er hjá Martin og Benjamin,“ sagði Gunnarsson og endaði á blótsyrði: „Fuck cancer“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×