Sport

Simone Biles orðin sú sigursælasta í sögunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Simone Biles er fyrir löngu búin að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar.
Simone Biles er fyrir löngu búin að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar. Naomi Baker/Getty Images

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles varð í gær sigursælasti fimleikakappi sögunnar er hún vann sín önnur gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í fimleikum.

Biles var hluti af bandaríska liðinu sem vann sinn sjöunda heimsmeistaratitil í röð fyrr í þessari viku og í gær tryggði þessi 26 ára gamla fimleikakona sér sín önnur gullverðlaun á mótinu sem fram fer í Belgíu.

Hún hefur nú unnið til 34 verðlauna á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, sem er meira en nokkur annar í fimleikasögunni, hvort sem er horft til karla eða kvenna.

Biles nældi sér í 58,399 stig í gær og hafði þar með betur gegn ríkjandi meistaranum Rebeca Andrade frá Brasilíu sem fékk 56,766 stig. Shilese Jones, liðsfélagi Biles í bandaríska liðinu, hafnaði þriðja með 56,332 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×