Lífið

Kutcher stígur til hliðar eftir um­deilt með­mæla­bréf

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Ashton Kutcher og eiginkona hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna meðmælabréfs sem þau skrifuðu um leikarann Danny Masterson.
Ashton Kutcher og eiginkona hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna meðmælabréfs sem þau skrifuðu um leikarann Danny Masterson. Getty Images

Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður samtakanna Thorn sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Eiginkona hans og leikkonan Mila Kunis stígur einnig úr sínu hlutverki í samtökunum.

Time greinir frá þessu en leikarahjónin hafa sætt harðri gagnrýni eftir að meðmælabréf sem þau skrifuðu um leikarann Danny Masterson voru birt. Masterson var fyrr í mánuðinum dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun.

Kutcher stofnaði samtökin árið 2009 ásamt þáverandi konu sinni, leikkonunni Demi Moore. Í bréfi sem Kutcher skrifaði til stjórnar Thorn samtakanna útskýrir hann ákvörðun sína. Þar sagði hann meðal annars dómgreindarleysi sitt ekki mega eyðileggja allt sem samtökin hafa unnið að. 

Masterson, Kutcher og Kunis léku í sjónvarpsþáttunum That 70's Show og urðu góðir vinir meðan á tökum þáttanna stóð. Eftir dómsuppkvaðninguna á fimmtudag kvisaðist út að Kutcher og Kunis hefðu skrifað meðmælabréf fyrir Masterson, sem skilað var inn til dómara í málinu. 

Bréf hjónanna vakti sérstaka eftirtekt en þau hafa löngum barist gegn kynlífsþrælkun og kynferðisbrotum gegn börnum. 


Tengdar fréttir

Sækir um skilnað frá Danny Master­son

Bandaríska leikkonan Bijou Phillips hefur sótt um skilnað frá leikaranum Danny Masterson. Masterson var fyrir tveimur vikum dæmdur í þrjátíu ára fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur af ákæru um tvær nauðganir.

„That 70s Show“ leikari dæmdur fyrir nauðgun

Leikarinn Danny Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í þáttunum That ’70s Show, sem nutu mikilla vinsælda um og eftir aldarmótin síðustu, hefur verið sakfelldur fyrir að nauðga tveimur konum. Kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu varðandi þriðju nauðgunina sem hann var ákærður fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×