Innlent

Drengurinn fundinn á Akur­eyri

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að drengurinn sé um 140 til 150 sentímetra hár og hann hafi verið klæddur í úlpu sem væri gul að neðan en dökk að ofan.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að drengurinn sé um 140 til 150 sentímetra hár og hann hafi verið klæddur í úlpu sem væri gul að neðan en dökk að ofan. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði í morgun tólf ára drengs á Akureyri, með einhverfu. Drengurinn fannst í hádeginu.

Í tilkynningu frá lögreglunni kom fram að drengurinn hefði síðast sést klukkan 07:40 í morgun í Bugðusíðu.

Lögreglan biðlaði til fólks um að hafa samband við sig ef það hefði séð drenginn. Í stuttri tilkynningu frá lögreglunni nú fyrir skemmstu kemur fram að hann sé fundinn.

Frétt uppfærð kl. 12:20 þar sem drengurinn er fundinn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×