Formúla 1

Samantekt frá Formúlu 1 keppninni í Singapúr: Sigurganga Red Bull á enda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlos Sainz fagnaði sigri í Formúlu 1 keppninni í Singapúr.
Carlos Sainz fagnaði sigri í Formúlu 1 keppninni í Singapúr. Qian Jun/MB Media/Getty Images

Spánverjinn Carlos Sainz á Ferrari bar sigur úr býtum í Formúlu 1 keppni helgarinnar sem fram fór í Singapúr. Sigurganga heimsmeistarans Max Vertsappen og Redd Bull-liðsins er því á enda.

Rad Bull hafði unnið allar keppnir tímabilsins til þessa og ríkjandi heimsmeistari Max Verstappen hafði verið sjóðandi heitur og unnið seinustu tíu keppnir í röð, sem er met.

Það var þó von um að nýr sigurvegari yrði krýndur á tímabilinu þegar Red Bull mennirnir Verstappen og Sergio Perez komust ekki í gegnum aðra lotu tímatökunnar og Verstappen þurfti að ræsa elleftir og Perez þrettándi.

Eins og svo oft áður á þröngri brautinni í Singapúr þurfti þurfti öryggisbíllinn að koma út eftir óhöpp ökumanna, en það var að lokum Spánverjinn Carlos Sainz sem bar sigur úr býtum. Lando Norris á McLaren varð annar og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton þriðji. Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því mistök á síðasta hring kostuðu hann sæti á verðlaunapalli.

Max Verstappen kom að lokum fimmti í mark og Sergio Perez áttundi.

Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að horfa á samantekt frá keppninni í Singapúr.

Klippa: Samantekt frá Formúlu 1 keppninni í Singapúr: Sigurganga Red Bull á enda

Tengdar fréttir

Sigurganga Verstappen á enda eftir sigur Sainz

Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Singapúr í dag. Sigurganga heimsmeistarans Max Verstappen er þar með á enda, en hann hafði unnið tíu keppnir í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×