Formúla 1

Sigurganga Verstappen á enda eftir sigur Sainz

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Carlos Sainz fagnaði sigri í Singapúr í dag.
Carlos Sainz fagnaði sigri í Singapúr í dag. Kym Illman/Getty Images

Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Singapúr í dag. Sigurganga heimsmeistarans Max Verstappen er þar með á enda, en hann hafði unnið tíu keppnir í röð.

Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag.

Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram.

Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. 

Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára.

Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×