Erlent

Enn ekki tekist að koma skemmti­ferða­skipinu á flot

Lovísa Arnardóttir skrifar
Alls eru 206 um borð. Gestir og áhöfn.
Alls eru 206 um borð. Gestir og áhöfn. ARKTISK KOMMANDO

Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer hefur verið strand við austurströnd Grænlands síðan á mánudag. Engan sakaði þegar skipið strandaði. 

Enn hefur ekki tekist að koma skemmtiferðaskipinu Ocean Explorer á flot. Skipið strandaði við austurströnd Grænlands í fyrradag. Rannsóknarskip á vegum Náttúruvísindastofnunar Grænlands hélt í átt að skipinu fyrr í dag til að reyna að draga það, en án árangurs.

Yfirmaður Joint Arctic Command, grænlenska landhelgisgæslan, segir skemmtiferðaskipið því enn fast í Alpefjord. Knud Rasmussen, skip danska sjóhersins, er á leiðinni til að reyna að losa það en samkvæmt danska miðlinum DR verður það ekki komið á vettvang fyrr en á föstudag.

Alls eru 206 um borð í skipinu og hafa verið föst um borð frá því að skipið strandaði við strendur Grænlands á mánudag. Enginn slasaðist þegar skipið strandaði og skipið er ekki skemmt.

Varðskipið Þór var í biðstöðu fyrr í dag vegna strandsins en björgunarmiðstöðin í Nuuk tilkynnti þeim svo síðdegis að ekki væri þörf á aðstoð þeirra.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×