Innlent

Munu ekkert gefa eftir í kjara­samnings­við­ræðum

Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa
Finnbjörn segir að meiri áherslu hefði átt að setja á tilfærslukerfin eins og barna-, húsnæðis- og vaxtabætur
Finnbjörn segir að meiri áherslu hefði átt að setja á tilfærslukerfin eins og barna-, húsnæðis- og vaxtabætur Stöð 2

Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 

Finn­björn A. Her­manns­son for­seti ASÍ segir nýtt fjár­laga­frum­varp tíðinda­lítið og gefa lítið inn í yfir­vofandi kjara­við­ræður.

„Það er ekkert í þessu sem ríkis­stjórnin er að boða til að lækka verð­bólgu,“ segir Finn­björn um nýtt fjár­laga­frum­varp fjár­mála­ráð­herra. Frum­varpið var kynnt í gær og fara fram um­ræður um það á þingi á morgun.

Finn­björn segir of lítið gert fyrir heimilin í frum­varpinu og nefnir í því sam­hengi að litla hækkun sé að finna á barna­bótum í frum­varpinu, og ekkert gefið í hús­næðis- eða vaxta­bætur.

Finn­björn bendir á að það liggi fyrir að á næsta ári muni lán margra heimila falla af föstum vöxtum og að ASÍ hefði viljað sjá skýrari við­brögð við því.

„Ef það eru engar ráð­stafanir fyrir það fólk, mun fara illa,“ segir Finn­björn en hann var í við­tali í kvöld­fréttum Stöðvar 2.



Hann segir já­kvætt, fyrir kjarasamningsviðræðurnar sem framundan eru, að í frum­varpinu sé verið að veita stofn­lán til þúsund í­búða.

„Það veitir ekki af því hús­næðis­markaðurinn er alveg í rusli hérna.“

Finn­björn segir slíkar að­gerðir tala inn í yfir­vofandi kjara­við­ræður en fjár­mála­ráð­herra hefur sagt að hann vilji sjá gerða lang­tíma­samninga á markaði. Finn­björn segir þó þessi stofn­lán í raun það eina í frum­varpinu sem tali til nýrra kjara­samninga.

„Það er ekki verið að létta undir í neinum kjara­við­ræðum með þessum frum­varpi,“ segir Finn­björn og að það gæti komið til hörku í við­ræðunum.

„En við vitum alveg hvert við viljum fara í því. Við viljum auka kaup­mátt fólks í landinu. Bara eins og fyrir­tækin eru ekki til­búin til þess að gefa eftir, þá gefum við ekkert eftir í þessum efnum.“


Tengdar fréttir

Sætta sig ekki við að tekju­hærri fái meiri skatta­lækkun

Nýtt fjárlagafrumvarp stuðlar ekki að gerð langtímasamninga á vinnumarkaði að mati formanns Starfsgreinasambandsins. Hann segist ekki munu sætta sig við það að hátekjufólk fái meiri skattlækkun en þeir sem lægstu launin hafa á næsta ári.

Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verð­bólgunni

Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan.

„Virðist nú bara vera ein­hvers konar sprell hjá þeim“

Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×