Erlent

Skemmti­ferða­skip strand við austur­strönd Græn­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer er nú stand í Alpafirði á austurströnd Grænlands.
Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer er nú stand í Alpafirði á austurströnd Grænlands. Arktisk kommando

Skemmtiferðaskipið Ocean Explorer strandaði við Alpafjörð við austurströnd Grænlands í gærmorgun. Vonast var til að hægt yrði að koma skipinu af strandstað á háflóði í gær en það gekk ekki.

Grænlenski fjölmiðillinn Sermitsiaq.AG segir frá því að eftirlit úr lofti að ekkert bendi enn til að leki úr skipinu sem var á siglingu í Þjóðgarði Grænlands, sem nær yfir nær allan norðausturhluta landsins.

Lögregla á Grænlandi segja vel á þriðja hundrað manns vera um borð í skipinu – 170 farþegar og níutíu í áhöfn.

Fram kemur að hafi tvívegis hafi verið reynt að koma skipinu af strandstað, en í bæði skipin án árangurs.

Haft er eftir Brian Jensen hjá norðurslóðadeild danska hersins að það séu fleiri skip á svæðinu reiðubúin að koma til aðstoðar, sé þess óskað. Sömuleiðis sé íslenska Landhelgisgæslan reiðubúin að aðstoða.

Ocean Explorer var smíðað árið 2021 og er í eigu ástralska fyrirtækisins Aurora Expeditions. Skipið hefur nokkrum sinnum siglt til Íslands, síðast í júlí. Það er 104 metrar á lengd, átján metrar á breidd og siglir undir fána Bahamaeyja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×