Innlent

Bein útsending: Setning Alþingis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid verða á sínum stað við setningu þings í dag.
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid verða á sínum stað við setningu þings í dag. Vísir/Hulda

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sveini Valgeirssyni, sóknarpresti Dómkirkjunnar. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti stjórnar Kammerkór Dómkirkjunnar og leikur á orgelið en Sigurður Flosason saxófónleikari leikur með í forspili og eftirspili.

Ef spilarinn opnast ekki hér að neðan, þá er hægt að horfa á vef Alþingis.

Að guðsþjónustu lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 154. löggjafarþing. Strengjakvartett skipaður fiðluleikurunum Auði Hafsteinsdóttur og Matthíasi Stefánssyni, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur víóluleikara og Örnólfi Kristjánssyni sellóleikara sér um tónlistarflutning við þingsetninguna.

Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 15:30. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður m.a. hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 útbýtt.

Yfirlit helstu atriða þingsetningar

Kl. 13:25 Þingmenn ganga til kirkju.

Kl. 13:30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.

Kl. 14:05 Þingmenn ganga úr kirkju í Alþingishúsið.

Strengjakvartett flytur Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 154. löggjafarþing.

Strengjakvartett flytur Í fögrum dal eftir Emil Thoroddsen.

Forseti Alþingis stýrir þingfundi, býður þingmenn velkomna og flytur ávarp.

Kl. 14:35 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 15:30.

Framhald þingsetningarfundar

Kl. 15:30 Forseti Alþingis flytur minningarorð (Jón Ármann Héðinsson), útbýting fjárlagafrumvarps 2024, tilkynningar og hlutað um sæti þingmanna.

Kl. 16:00 Fundi slitið.

Hljóðútsending verður frá Dómkirkjunni og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi á RÚV. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu.

Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða miðvikudagskvöldið 13. september kl. 19:40.

Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 fimmtudaginn 14. september.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×