Viðskipti innlent

Sam­eina svið hjá Icelandair

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs. Icelandair

Leiða­kerfis-og sölu­svið og þjónustu-og markaðs­svið flug­fé­lagsins Icelandair verða sam­einuðu í eitt. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á skipu­lagi fé­lagsins með það að mark­miði að bæta rekstrar­á­rangur þess enn frekar. Kjarninn sé að sam­eina sviðin tvö í eitt öflugt svið sem fer með sölu, þjónustu, markaðs­mál og stjórnun leiða­kerfis fé­lagsins, þar sem á­fram­haldandi á­hersla á upp­lifun við­skipta­vina verður í for­grunni, að því er segir í til­kynningu.

Tómas Inga­son verður fram­kvæmda­stjóri nýs sam­einaðs sviðs og Sylvía Kristín Ólafs­dóttir færist úr hlut­verki fram­kvæmda­stjóra þjónustu og markaðs­mála og tekur við af Jens Bjarna­syni sem fram­kvæmda­stjóri rekstrar. Jens mun starfa á­fram hjá fé­laginu sem ráð­gjafi í stefnu­mótandi verk­efnum og heyra beint undir for­stjóra.

Haft er eftir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelandair að for­svars­menn fé­lagsins sjái mikil tæki­færi á öllum mörkuðum sínum næstu misseri. Ein­földun þessi á skipu­lagi sé liður í því að bæta rekstrar­á­rangur fé­lagsins á sama tíma og það vinni að metnaðar­fullum á­ætlunum sínum.

„Með sam­einuðu tekju-, þjónustu- og markaðs­sviði munum við styrkja á­herslu okkar enn frekar á upp­lifun við­skipta­vina í allri okkar starf­semi á­samt því að halda á­fram að stuðla að sterkri tekju­myndun. Tómas mun taka við sam­einuðu sviði en hann hefur leitt tekju­svið fé­lagsins, upp­byggingu leiða­kerfisins og við­skipta­þróun á undan­förnum árum,“ segir Bogi.

„Sylvía mun taka við rekstrar­sviði fé­lagsins og nýtir þar breiðan bak­grunn úr flug­rekstri, stjórnun leiða­kerfis og við upp­byggingu þjónustu­upp­lifunar sem hún hefur leitt síðustu 18 mánuði. Jens býr yfir ára­tuga reynslu úr flug­iðnaði og hjá Icelandair og mun gegna mikil­vægu hlut­verki í stefnu­mótandi verk­efnum, meðal annars við að tryggja inn­leiðingu Air­bus flug­véla inn í flota Icelandair á næstu árum. Jens mun vinna með fram­kvæmda­stjóra rekstrar á næstu mánuðum.“

Tómas Inga­son verður fram­kvæmda­stjóri tekju-, þjónustu- og markaðs­sviðs

Tómas hefur verið fram­kvæmda­stjóri leiða­kerfis og sölu (e. Chief Re­venu­e Officer) síðan 2021 og var fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þróunar og staf­rænnar um­breytingar á árunum 2019 til 2021, að því er segir í til­kynningu Icelandair.

Hann var fram­kvæmda­stjóri sölu- og þjónustu­sviðs WOW air á árinu 2018 og for­stöðu­maður staf­rænnar fram­tíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráð­gjafi hjá Bain & Company í Kaup­manna­höfn og starfaði sem for­stöðu­maður tekju­stýringar og verð­lagningar hjá Icelandair til margra ára.

Tómas er með MBA gráðu og MSc. gráðu í verk­fræði með á­herslu á að­fanga­keðjur og flug­fé­lög frá MIT Sloan School of Mana­gement í Boston sem og BSc. gráðu í iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Ís­lands.

Sylvía Kristín Ólafs­dóttir verður fram­kvæmda­stjóri rekstrar­sviðs

Sylvía hefur verið fram­kvæmda­stjóri þjónustu og markaðs­mála frá 2022. Fyrir það starfaði hún sem fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þróunar og markaðs­mála hjá Origo. Sylvía kom fyrst til starfa hjá Icelandair árið 2018 sem for­stöðu­maður stuðnings­deildar flug­rekstrar og síðar sem for­stöðu­maður leiða­kerfis fé­lagsins.

Hún starfaði hjá Lands­virkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildar­stjóri jarð­varma­deildar á orku­sviði. Áður starfaði hún hjá höfuð­stöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og á­ætlana­gerð og síðan við Kind­le deild fyrir­tækisins þar sem hún sá um við­skipta­greind, markaðs­mál og vöru­þróun fyrir vef­bækur.

Sylvía er með M.Sc. próf í operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Ís­lands. Sylvía er stjórnar­for­maður Ís­lands­sjóða.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×