Innlent

„Það er ekkert nýtt í þessu“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kristján Loftsson og Vilhjálmur Birgisson.
Kristján Loftsson og Vilhjálmur Birgisson. Vísir

„Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra.

„Hval­veiðarn­ar eru at­vinnu­rekst­ur sem hef­ur átt und­ir högg að sækja hjá ákveðnum stofn­un­um hér á landi und­an­far­in ár. Ef fyr­ir­tækj­um er haldið frá rekstri eins og gerst hef­ur í okk­ar til­felli, þá er erfitt að gera það ár upp með hagnaði,“ seg­ir Kristján í samtali við Morgunblaðið en í skýrslunni kemur meðal annars fram að ávinningur af veiðunum sé takmarkaður, bæði fyrir þjóðarbúið og fyrir Hval.

Um 120 manns hafa atvinnu af hvalveiðunum hluta úr ári og í skýrslunni segir að þrátt fyrir takmörkuð áhrif á efnahag landsins sé um að ræða töluverðar tekjur fyrir viðkomandi einstaklinga, sem séu með 1,7 til 2 milljónir á mánuði í laun á meðan veiðunum stendur.

„Þetta er al­ger­lega í anda þess sem verka­lýðsfé­lagið hef­ur verið að benda á; þau gríðarlegu efna­hags­legu áhrif sem hval­veiðibannið hef­ur á mína fé­lags­menn. Það er skylda stétt­ar­fé­lag­anna að verja at­vinnu­ör­yggi sinna fé­lags­manna, að ekki sé talað um tekju­mögu­leika sem eru af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni þegar vertíðin stend­ur yfir,“ hefur Morgunblaðið eftir Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, um niðurstöður skýrslunnar.

„Ég ætla bara að vona að Svandís mat­vælaráðherra sjái að sér og heim­ili veiðarn­ar hinn 1. sept­em­ber til að lág­marka þann skaða sem hún hef­ur þegar valdið mín­um fé­lags­mönn­um.”


Tengdar fréttir

Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða lítil og greinin ekki arðbær síðustu ár

Bein efnahagsleg áhrif hvalveiða á Íslandi eru ekki mikil í þjóðhagslegu samhengi. Þá verður ekki séð að hvalveiðar hafi verið arðbær atvinnugrein á síðustu árum. Þrátt fyrir mikla andstöðu gagnvart hvalveiðum meðal almennings erlendis virðist það ekki hafa efnahagsleg áhrif á Ísland.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×