Handbolti

Erlingur tekur við Sádi-Arabíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erlingur er kominn með nýtt starf.
Erlingur er kominn með nýtt starf. Vísir/Diego

Handbolta þjálfarinn Erlingur Richardsson er nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu. Hann skrifaði undir eins árs samning.

Frá þessu var greint í kvöld en Erlingur hafði fyrr í vikunni verið orðaður við starfið. Í frétt á vefnum Handbolti.is segir að Erlingur sé staddur í Sádi-Arabíu sem stendur til að ganga frá samningnum.

Hans fyrsta verkefni verður forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í Doha í Katar í október næstkomandi. Sigurliðið þar tryggir sér sæti á Ólympíuleikunum á næsta ári.

Erlingur þjálfaði síðast karlalið ÍBV í Olís-deild karla hér á landi. Þar áður hefur hann þjálfað landslið Hollands sem og stórlið Füchse Berli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×