Skoðun

Hver er fram­tíð barna okkar?

Jóhanna Maggý Hauksdóttir skrifar

Sem tveggja barna móðir sem horfi til nánustu framtíðar, hef ég miklar áhyggjur af því hvað við erum að skilja eftir fyrir börnin okkar.

Við sjáum skýrt hvernig þróunin og græðgi mannsins hefur orðið og hún er einfaldlega orðin ógeðsleg. Eigingirnin og græðgin nær langt fram yfir mannleg mörk. Það er engin önnur skepna sem hagar sér á þennan hátt nema mannskepnan.

Við ættum að vera svo þakklát fyrir að fá að búa á þessari fallegu jörð sem hefur alltaf staðið undir því að veita okkur heimili með auðlindum og einstakri náttúru. Náttúru sem við mannfólkið hreinlega kunnum ekki að fara með og deila fallega og rétt okkar á milli. Við virðumst ekki skilja mikilvægi þess að náttúran fái að sinna sinni mikilvægu hringrás. Móðir jörð setti ekki öll þessi göfugu dýr á jörðina fyrir græðgi eins og eins manns og það að við eigum svona erfitt með að stöðva svona menn í samfélaginu hræðir mig mjög mikið. Ef þetta breytist ekki og það strax hef ég mjög miklar áhyggjur hvað verður um börnin mín og þín.

Höfundur er heilsumarkþjálfi og rithöfundur.


Tengdar fréttir

Litlir karlar drepa ljúfa risa

Langreyður er næst stærsta dýr á jörðinni á eftir frænku sinni, steypireyðinni. Hún er skíðishvalur sem nærist að mestu á svifkrabbadýrum. Langreyður er farhvalur og er útbreidd um heimsins höf. Þær eru hvala hraðskreiðastar og geta synt á 45 km/klst hraða.

Reikistjörnur

Sjón skrifar um hvalveiðar Íslendinga.

Hvalasöngur

Íris Ásmundardóttir dansari fjallar um hvalveiðar Íslendinga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×