Veður

Hæg­lætis­veður, létt­skýjað og hiti að tuttugu stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu átta til nítján stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Hiti verður á bilinu átta til nítján stig, hlýjast á Norðausturlandi. Vísir/Vilhelm

Hæðarhryggur er nú yfir landinu og heldur lægðunum fjarri. Veðurstofan gerir ráð fyrir hæglætisveðri og víða léttskýjuðu, en sums staðar þokubökkum eða súld úti við austurströndina.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði suðvestlæg eða breytileg átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu. Skýjað verður á Suðurlandi, en annars víða bjartviðri.

Hiti verður átta til nítján stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Útlit fyrir áframhaldandi veðurblíðu á þriðjudag, en smá vætu á vesturhelmingnum.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag: Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil væta öðru hverju, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.

Á fimmtudag: Suðaustlæg átt, 5-15 m/s, hvassast syðst. Rigning með köflum sunnan- og vestanlands, annars yfirleitt þurrt. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Ákveðin austlæg átt með rigningu, en úrkomulítið á Norðurlandi og áfram hlýtt í veðri.

Á laugardag: Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt, skýjað og úrkomulítið sunnantil, en bjart að mestu fyrir norðan. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á sunnudag: Útlit fyrir austan og norðaustanátt. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Hiti svipaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×