Viðskipti innlent

Alda ráðin fram­kvæmda­stjóri mann­auðs hjá Inn­nes

Árni Sæberg skrifar
Alda Sigurðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn, tekur við sama starfi hjá Innnes.
Alda Sigurðardóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn, tekur við sama starfi hjá Innnes. Sýn

Alda Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes ehf., sem er ein stærsta matvöruheildverslun landsins.

Greint var frá því í morgun að Alda hefði látið af störfum sem sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn. 

Áður starfaði hún sem stjórnendaþjálfari í eigin fyrirtæki Vendum ehf og vann með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins bæði hérlendis og erlendis. Hún starfaði sem aðstoðarmaður rektors Háskólans í Reykjavík og kynningar- og samskiptastjóri skólans. Þar áður starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá SJÁ og fræðslustjóri VR.

Mikill fengur af Öldu

„Það er mikill fengur að fá Öldu inn í framkvæmdastjórn félagsins því hún hefur fjölbreytta stjórnunar- og starfsreynslu og býr yfir mikilli reynslu við að styðja stjórnendur og starfsmenn að ná stefnumiðuðum markmiðum. Hún hefur einnig dýrmæta reynslu í mannauðsmálum og uppbyggingu árangursríkrar fyrirtækjamenningar, sem á eftir að nýtast félaginu vel í áframhaldandi sóknarvegferð,“ er haft eftir Magnúsi Ólafi Ólafssyni, forstjóra Innnes, í fréttatilkynningu um vistaskiptin.

Þá er haft eftir Öldu að hún sé gífurlega spennt að takast á við spennandi starf hjá metnaðarfullu og vaxandi félagi sem leggi áherslu á fagmennsku á öllum sviðum.

„Félagið hefur skýra sýn sem ég hlakka til að vinna eftir og kynnast starfsfólkinu og starfseminni, allt frá þjónustu við trausta viðskiptavini yfir í hátækni vöruhús sem er á heimsmælikvarða.“

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir

Alda kveður Sýn

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×