Lífið

Óskars­verð­launa­leik­stjóri látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Friedkin varð 87 ára gamall.
Friedkin varð 87 ára gamall. AP

Leikstjórinn William Friedkin, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt Óskarsverðlaunamyndinni The French Connection og bíómyndinni The Exorcist, er látinn, 87 ára að aldri.

Andlát Friedkin var staðfest af Stephen Galloway, deildarforseta Chapman háskóla og fjölskylduvini leikstjórans. Hann lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við hjartabilun og lungnabólgu. 

Samkvæmt frétt The Guardian var leikstjórinn einn sá áræðnasti í faginu. Spennumyndin The French Connection hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmynd árið 1972. Hrollvekjan The Exorcist var tilnefnd til verðlaunanna í sama flokki tveimur árum síðar. 

Friedkin átti að baki glæstan feril en auk The Exorcist og The French Connection leikstýrði hann til að mynda kvikmyndunum Bug, To Live and Die in L.A. og Killer Joe. Síðasta mynd hans, The Caine Mutiny Court-Martial, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem hefst síðar í mánuðinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×