Sport

Biles snéri til baka með látum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Biles olli engum vonbrigðum í endurkomunni.
Biles olli engum vonbrigðum í endurkomunni. vísir/getty

Fimleikadrottningin Simone Biles tók þátt á sínu fyrsta fimleikamóti í tvö ár og það var eins og hún hefði aldrei yfirgefið sviðsljósið.

Þessi fjórfaldi Ólympíumeistari tilkynnti árið 2021 að hún ætlaði að taka sér frí til þess að vinna í andlegu heilsunni sinni. Hún hefur þar af leiðandi ekki keppt síðan á ÓL í Tókýó.

Áhorfendur á US Classic í Chicago fengu heldur betur fyrir peninginn því Biles sýndi allar sínar bestu hliðar.

„Það var ótrúlegt að sjá allan þennan stuðning sem ég fékk. Hjartað mitt bráðnaði af því þau trúa enn á mig,“ sagði himinlifandi Biles.

„Þetta skiptir mig öllu máli eftir allt sem á undan er gengið. Ég hef unnið mikið í sjálfri mér og fer enn vikulega í meðferð. Það var svo gott að mæta aftur og hafa sjálfstraustið eins gott og það var áður.“

Biles hefur ekki gefið út hvort hún ætli að reyna að vera með á ÓL í París á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×