Sport

Upprisa Íslendinganna á heimsleikunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Annie Mist og Katrín Tanja hafa ekki sagt sitt síðasta á heimsleikunum.
Annie Mist og Katrín Tanja hafa ekki sagt sitt síðasta á heimsleikunum. MYND/INSTAGRAM/THEDAVECASTRO

Eftir slakar síðustu greinar voru íslensku keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit í stuði í síðustu grein sem kláraðist nú um kvöldmatarleytið.

Björgvin Karl Guðmundsson reif sig heldur betur í gang og varð fjórði í grein miðdagsins. Eftir að hafa fallið niður um sæti í síðustu greinum fór hann upp um eitt sæti núna og er í sjötta sæti. Hann er aðeins tíu stigum á eftir næsta manni og ellefu stigum á eftir manninum í fjórða sæti. Allt galopið hjá honum.

Annie Mist Þórisdóttir hafði gefið verulega eftir í síðustu tveimur greinum en náði vopnum sínum á ný í dag. Hún varð sjöunda í síðustu grein og komst um leið upp í ellefta sætið úr því tólfta.

Í sætinu fyrir ofan hana er Katrín Tanja Davíðsdóttir sem varð níunda í þraut miðdagsins. Mjög stutt er í næstu keppendur og Annie og Katrín eiga því góðan möguleika á því að halda áfram að klifra upp listann síðar í kvöld.

Mótið verður sem fyrr í beinni útsendingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×