Innlent

Séra Davíð Þór ráðinn tíma­bundið til Há­teigs­kirkju

Árni Sæberg skrifar
Séra Davíð Þór Jónsson snýr aftur í Laugarneskirkju eftir tímabundið starf í Háteigskirkju.
Séra Davíð Þór Jónsson snýr aftur í Laugarneskirkju eftir tímabundið starf í Háteigskirkju. Vísir/Vilhelm

Séra Davíð Þór Jónsson hefur verið ráðinn tímabundið til Háteigskirkju. Hann hefur verið í veikindaleyfi frá störfum sínum í Laugarneskirkju síðastliðna níu mánuði en sér fyrir sér að snúa aftur tvíefldur eftir stopp í Háteigskirkju.

Tilkynnt var um tímabundin vistaskipti sr. Davíðs Þórs á Facebook-síðu Laugarneskirkju í gærkvöldi. Þar sagði að starfsfólk og sóknarnefnd Laugarneskirkju óski honum velfarnaðar í starfi á nýjum stað.

Í samtali við Vísi segir sr. Davíð Þór að hann hafi ákveðið að þiggja tímabundna ráðningu til Háteigskirkju þar sem erfitt sé að þjóna Laugarneskirkju í hálfu starfi. Hann muni þjóna sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra með starfsstöð í Háteigskirkju. 

Staða prests losnaði í kirkjunni þegar sr. Eiríkur Jóhannsson var ráðinn til Hallgrímskirkju í sumar.

Sr. Davíð Þór hefur verið prestur í Laugarneskirkju frá árinu 2016 og segir að hann telji það gott fyrir sig að skipta tímabundið um umhverfi og vinna hálft starf á meðan hann stígur upp úr veikindum. Hann muni svo snúa aftur í Laugarnesið þegar hann hefur náð heilsu á ný.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×