Erlent

Dánar­or­­sök Sands úr­­­skurðuð ó­á­kvörðuð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Umfangsmikil leit af Sands hófst í janúar þessa árs þegar hann skilaði sér ekki til baka úr fjallgöngu.
Umfangsmikil leit af Sands hófst í janúar þessa árs þegar hann skilaði sér ekki til baka úr fjallgöngu. AP

Dánarorsök breska leikarans Julian Sands hefur verið úrskurðuð óákvörðuð. Lík Sands fannst nærri toppi fjallsins Mount Baldy í Kaliforníu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá hafði hans verið saknað í rúmlega fimm mánuði. 

„Dánarorsökin er óákvörðuð vegna ástands líkamsleifanna og vegna þess að engir aðrir þættir voru uppgötvaðir við rannsókn dánardómstjóra, sem er algengt í málum sem þessum. Þetta er lokaniðurstaðan,“ sagði Mara Rodriguez, upplýsingafulltrúi dánardómstjóra hjá San Bernardino-sýslu í Kaliforníu, í samtali við CNN

Umfangsmikil leit af leikaranum hófst í janúar þegar hann skilaði sér ekki heim úr fjallgöngu í Suður-Kaliforníu. Jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy í síðasta mánuði. 

Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo.


Tengdar fréttir

Erlingur leik­stýrði Juli­an Sands í hans síðustu mynd

Julian Sands var jarðbundinn, hlýr og rausnarlegur á sinn tíma. Þetta segir Erlingur Thoroddsen leikstjóri sem leikstýrði breska leikaranum í hans síðustu mynd sem ber nafnið The Piper. Leikarinn lést í fjallgöngu í Kaliforníu í janúar en lík hans fannst ekki fyrr en í þar síðustu viku.

Fundu lík á svæðinu þar sem Juli­an Sands hefur verið leitað

Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×