Innlent

Silli með besta bitann enn og aftur og hleypir öðrum að á næsta ári

Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Silli hyggst hleypa öðrum keppendum að á næsta ári, enda búinn að vinna fjögur ár í röð.
Silli hyggst hleypa öðrum keppendum að á næsta ári, enda búinn að vinna fjögur ár í röð. Vísir/Steingrímur Dúi

Sig­valdi Jóhannes­son, betur þekktur sem Silli, gerði sér lítið fyrir og átti besta götu­bitann á Götu­bita­há­tíðinni fjórða árið í röð. Hann segist ætla sér stóra hluti á evrópsku götu­bita­há­tíðinni í ár en ætlar að leggja spaðann á hilluna að því loknu.

„Það er vont en það venst,“ segir Silli hlæjandi spurður hvort ekki sé erfitt að vera alltaf bestur ár eftir ár. Rætt var við Silla í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Nei nei, þetta er bara gaman. Maður upp­sker eins og maðir sáir og gerir. Það er gaman að sjá þessa miklu vinnu og maður upp­sker eftir því.“

Hvað var á vinnings­borgaranum í ár?

„Heyrðu, það var gæsa­ham­borgari með reyktri gráð­osta­sósu, sultuðum rauð­lauk með trönu­berjum, rucola og brauð sem ég fæ sér­bökuð frá Deig í Tryggva­götu.“

Silli keppir á heims­meistara­mótinu í götu­bita á Þýska­landi í septem­ber. Hann lenti í öðru sæti í fyrra og það stendur ekki á svörum þegar hann er spurður hvert hann stefni í ár.

„Það var ein­mitt planið að vinna í ár til þess að komast aftur út til þess að sigra keppnina og það verður í lok septem­ber. Þannig að það verður farið með gæsa­ham­borgarann og eitt­hvað eitt annað sem á eftir að smíða.“

Við höfum heyrt grínast með það að þú fáir ekki að taka þátt hér á næsta ári eftir að hafa unnið fjögur ár í röð, en muntu mæta hérna að ári?

„Ég var búinn að á­kveða sjálfur fyrir þessa keppni að ef það tækist að vinna í ár þá myndi ég vera sem dómari á næsta ári. Þannig að þetta er komið gott, maður verður að hleypa öðrum að líka.“

Það var margt um manninn á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í dag. Vísir/Steingrímur Dúi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×