Sport

Hafnaði stóru tilboði frá Al Nassr og gekk í raðir Aston Villa

Andri Már Eggertsson skrifar
Moussa Diaby er mættur í Aston Villa
Moussa Diaby er mættur í Aston Villa Twitter/Aston Villa

Moussa Diaby er genginn til liðs við Aston Villa frá Bayer Leverkusen. Diaby gerir fimm ára samning við Aston Villa en talið er að kaupverðið sé 50 milljónir evra.

Al Nassr var á höttunum á eftir Moussa Diaby en hann valdi Aston Villa. Ítalski blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, fullyrti að Diaby hafi hafnað risatilboði frá Sádí Arabíu og valdi Aston Villa í staðinn.

Moussa Diaby gerir fimm ára samning við Aston Villa og er hann þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið. Youri Tielemans og Pau Torres eru báðir komnir í Aston Villa. Töluverðar líkur eru á að Aston Villa muni taka þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á næsta tímabili en óljóst er hver andstæðingur Aston Villa verður í umspilinu.

  

Moussa Diaby lék 34 leiki með Bayer Leverkusen í Bundesliga á síðasta tímabili þar sem hann skoraði níu mörk og gaf níu stoðsendingar. Diaby spilaði einnig sex leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem hann skoraði tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×