Erlent

Jane Birkin fannst látin á heimili sínu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Birkin varð 76 ára.
Birkin varð 76 ára. AP

Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. 

Í frétt BBC segir að Birkin hafi fundist látin á heimili sínu í París. 

Jane Birkin var þekkt fyrir að hafa gefið út lög ásamt tónlistarmanninum Serge Gainsbourg en þau áttu í ástarsambandi í tólf ár. Lag þeirra, Je T'aime...Moi Non Plus, var tekið upp skömmu eftir að upptökum á kvikmyndinni Slogan lauk en þau kynntust við gerð þeirrar myndar. 

Serge Gainsbourg lést árið 1991. Saman áttu þau eina dóttur. 

Auk farsæls ferils á sviði söng og leiklistar var Birkin álitin mikill tískumógúll. Svo mikill að tískuframleiðandinn Hermés, nefndi eina af sínum frægustu töskum eftir henni, Birkin töskuna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×