Erlent

Rúm­­leg­a þús­und flug­­ferð­um af­­lýst vegn­a verk­­falls

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Útlitið er svart hjá mörgum ferðamönnum sem eru staddir á Ítalíu eða á leið þangað í dag.
Útlitið er svart hjá mörgum ferðamönnum sem eru staddir á Ítalíu eða á leið þangað í dag. AP/Gregorio Borgia

Rúmlega þúsund flugferðum til, frá og innan Ítalíu hefur verið aflýst í dag vegna verkfalls flugvallarstarfsmanna þar í landi. Ferðaplön mörg hundruð þúsund ferðamanna eru því í uppnámi. 

Sumarið er háannatími ferðamannabransans á Ítalíu en verkföll haft haft mikil áhrif á samgöngur landsins í ár. Á fimmtudag fóru járnbrautarstarfsmenn í verkfall sem skildi lestarsamgöngur eftir í lamasessi. Í morgun fóru flugvallastarfsmenn síðan í verkfall sem hefur áhrif á um þúsund flugferðir. 

Verkfallið hófst klukkan tíu og því lýkur klukkan sex síðegis. Meðal starfsfólk sem hefur farið í verkfall eru flugmenn, flugfreyjur og hlaðmenn auk annarra flugvallarstarfsmanna.

Ítalska flugfélagið ITA segist hafa aflýst 133 flugferðum. Flest þeirra eru innandlandsflug en þar á meðal voru líka flugferðir til Madrídar, Amsterdam og Barcelona. Þá hafa flugfélögin Vueling og Ryanair aflýst tugum ferða.

Tímasetning verkfallanna er óheppileg vegna steikjandi hitans sem er á Ítalíu vegna hitabylgjunnar sem gengur þar fyrir.

Flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalla víðar en á Ítalíu. Flugmenn Ryanair fóru í verkfall í dag vegna lélegra vinnuskilyrða sem varð til þess að 120 flugferðum til og frá Charleroi-flugvelli í Belgíu var aflýst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×