Sport

Fim­leika­læknirinn stunginn mörgum sinnum í fangelsinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Larry Nassar nýtti sér aðstöðu sína sem læknir Michigan-háskóla og bandaríska fimleikasambandsins til að misnota hundruð stúlkna kynferðislega, oft undir því yfirskyni að hann veitti þeim læknismeðferð.
Larry Nassar nýtti sér aðstöðu sína sem læknir Michigan-háskóla og bandaríska fimleikasambandsins til að misnota hundruð stúlkna kynferðislega, oft undir því yfirskyni að hann veitti þeim læknismeðferð. AP/Paul Sancya

Bandaríski læknirinn Larry Nassar, afplánar nú 360 ára fangelsisvist fyrir hundruð kynferðisbrot í starfi sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins.

Nassar hefur eytt síðustu árum á bak við lás og slá en það virðist sem að hann hafi orðið fyrir grófri árás innan veggja fangelsisins.

Nassar var stunginn mörgum sinnum í bak og brjóstkassa af samfanga en atvikið gerðist í ríkisfangelsi í Flórída.

Samkvæmt fréttum AP fréttastofunnar þá er líðan hins 59 ára gamla Nassar stöðug og eftir atvikum.

Fyrst fréttist af kynferðisbrotum Nassar árið 2016 en hann hafði komist upp um það að brjóta á ungum fimleikakonum í marga áratugi. Margar af fremstu fimleikakonum heims stigu fram og sögðu frá hegðun Nassar sem nýtti sér aðstöðu sína til að brjóta á þeim.

Larry Nassar nýtti sér aðstöðu sína sem læknir Michigan-háskóla og bandaríska fimleikasambandsins til að misnota hundruð stúlkna kynferðislega, oft undir því yfirskyni að hann veitti þeim læknismeðferð.

Ákærurnar gegn Nassar hrúguðust inn en meðal þeirra sem sögðu frá viðurstyggilegum brotum hans voru fimleikakonur eins og Simone Biles, McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols.

Ekki fékkst niðurstaða í dómsmálunum gegn Nassar fyrr en árið 2021. Hann var þá dæmdur í 360 ára fangelsi og fórnarlömb hans fengu yfir 43 milljarða króna í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×