Fótbolti

Minnstu munaði að Rico hefði látið lífið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sergio Rico á góðri stund í leik með PSG.
Sergio Rico á góðri stund í leik með PSG. EPA-EFE/Rafael Marchante

Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, var hársbreidd frá því að láta lífið eftir að falla af hestbaki í maí síðastliðnum. Enn er óvíst hvort hann geti snúið aftur á völlinn en hann fær þó bráðlega að halda heim á leið.

Hinn 29 ára gamli Rico er samningsbundinn PSG í Frakklandi en var á láni hjá Mallorca á síðustu leiktíð. Þann 28. maí lenti hann í skelfilegu slysi þegar hann féll af hestbaki.

Hlaut hann þungt höfuðhögg við fallið sem og hesturinn traðkaði á honum. Við það hlaut hann slæm meiðsli á hálsi. Var Rico í dái til 9. júní og haldið á gjörgæslu þangað til 5. júlí.

Á vef The Athletic er farið yfir hvað átti sér stað og hversu heppinn Rico en samkvæmt læknum hefði Rico dáið samstundis hefðu áverkarnir verið hálfum sentímetra dýpri. 

Á meðan hann var í dái misst hann svo tæp 20 kíló eða 30 prósent af vöðvamassa sínum. Sem stendur styttist í að Rico fái að halda heim á leið og halda endurhæfingu sinni áfram þar. Það er þó ekki reiknað með því að hann snúi aftur á völlinn í bráð, ef einhvern tímann. Það skal þó aldrei segja aldrei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×