Innlent

Segir inn­viði landsins ekki að springa vegna flótta­fólks

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Marín segir gríðarlega mikla hagsmuni fólgna í því að taka vel á móti flóttafólki hérlendis.
Marín segir gríðarlega mikla hagsmuni fólgna í því að taka vel á móti flóttafólki hérlendis. Vísir/Einar

Inn­viðir hér á landi eru ekki að springa vegna flótta­fólks líkt og haldið hefur verið fram í um­ræðunni. Þetta segir deildar­stjóri höfuð­borgar­deildar Rauða krossins sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Marín Þórs­dóttir, deildar­stjóri höfuð­borgar­deildar Rauða krossins á Ís­landi, segir marga halda að flótta­fólk og hælis­leit­endur séu sá hópur sem geri það að verkum að inn­viðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt.

„Ef maður lítur á tölur yfir verndar­veitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 ein­staklingar tæp­lega sem fengu stöðu flótta­fólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferða­menn hingað til landsins sem þurftu að fá heil­brigðis­þjónustu og gistingu og annað slíkt. Inn­flytj­endur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flótta­fólk er klár­lega lítill hluti.“

Marín segir flótta­fólk vera þann hóp sem hafi fæstu máls­varana og svari síst fyrir sig. Orð­ræðan síðustu misseri hafi verið nei­kvæð í þeirra garð.

„Þessi hópur er alls ekki svo ofsa­lega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heil­brigðis­kerfið og annað en það er bara allt önnur um­ræða.“

Marín segir mikil­vægt að vanda til verka við mótt­töku flótta­fólks. Ljóst sé að Ís­land þurfi á fólki að halda og segir Marín mikil­vægt að um­ræða um stöðu flótta­fólks fari fram en þá sé mikil­vægt að líta til raun­veru­legra gagna.

„Ég held að ís­lenskt sam­fé­lag, við erum smá­þjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í ein­hver skamm­tíma­verk­efni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×