Erlent

Enn mótmælt á götum Frakklands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á sjötta hundrað manna voru handteknir í óeirðum í nótt. 
Á sjötta hundrað manna voru handteknir í óeirðum í nótt.  AP Photo/Aurelien Morissard

Mótmælaaldan í Frakklandi hélt áfram í nótt, þriðju nóttina í röð og nú voru tæplega 700 handteknir víðsvegar um landið.

Gífurleg reiði er á meðal mótmælenda vegna ungs manns sem lögreglan skaut til bana á þriðjudagskvöld. Nael M, sem var af alsírskum uppruna var skotinn þegar hann reyndi að aka bíl sínum frá tveimur lögreglumönnum sem höfðu stöðvað hann. Í fyrstu sögðust lögreglumennirnir hafa verið í hættu þegar hann ók af stað en myndband náðist af atvikinu þar sem sést greinilega að þeir standa við hlið bílsins.

Mestur hitinn í mótmælunum hefur verið í höfuðborginni París og þar hefur borgarstjórinn Anne Hidalgo boðað til neyðarfundar. Meðal annars var kveikt í sundlaugarbyggingu sem á að nota á Ólympíuleikunum þar í borg á næsta ári.

Þá var brotist inn í fjölda verslana í nótt og farið ránshendi um og hafa almenningssamgöngur í París gengið úr skorðum vegna ástandsins í morgun.


Tengdar fréttir

Óeirðir í Frakklandi aðra nóttina í röð

Að minnsta kosti 150 voru handteknir í nótt eftir mótmæli almennings aðra nóttina í röð í Frakklandi eftir að lögregla skaut sautján ára gamlan ökumann til bana sem hafði ekki sinnt stöðvunamerkjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×