Innlent

Dagur les Peterson pistilinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Borgarstjóri Reykjavíkur var ósáttur við að kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson teldi það ómerkilega dyggðaskreytingu að stilla sér upp við regnbogastíginn á Skólavörðustíg.
Borgarstjóri Reykjavíkur var ósáttur við að kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson teldi það ómerkilega dyggðaskreytingu að stilla sér upp við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. vísir

Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. 

Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu.

Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. 

Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg.

„Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season).

Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt:

„Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“

Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum.

„Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×