Erlent

Brúð­guma­sveinar þóttust vera hryðju­verka­menn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað í bænum Trofarello nálægt borginni Tórínó í norðurhluta Ítalíu.
Atvikið átti sér stað í bænum Trofarello nálægt borginni Tórínó í norðurhluta Ítalíu. Getty

Níu karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að valda óreiðu meðal almennings í bænum Trofarello á Ítalíu. Mennirnir þóttust ræna vini sínum sem var að gifta sig daginn eftir og létu eins og þeir væru hluti af Íslamska ríkinu (ISIS).

The Guardian greinir frá þessu. Mennirnir voru með lambhúshettur á höfðinu og með dótabyssur í fórum sér. Fóru þeir inn á heimili vinar síns, bundu fyrir munn hans og hentu honum í skottið á bíl sínum. Því næst óku þeir með hann á brott.

Nágrannar mannsins urðu skelkaðir þegar þeir horfðu á allt þetta gerast og hringdu á lögregluna. Lögreglumenn flýttu sér á staðinn og stöðvuðu bílinn. Þar fundu þeir brúðgumann sem enn var grunlaus um að þetta væru vinir hans sem voru að ræna honum. 

Lögreglan lagði hald á dótavopn, hjálma, lambhúshettur og föt sem áttu að láta mennina líta út fyrir að tilheyra ISIS. Hafa þeir þá verið ákærðir fyrir að valda óreiðu meðal almennings. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×