Erlent

Á­hafnar kaf­bátarins minnst um allan heim

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stockton Rush, forstjóri OceanGate, til vinstri var meðal þeirra látnu og hefur verið minnst í dag.
Stockton Rush, forstjóri OceanGate, til vinstri var meðal þeirra látnu og hefur verið minnst í dag. AP Photo/Wilfredo Lee

Mannanna fimm sem létust um borð í kaf­bátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undan­farinn sólar­hring. Fjöl­skyldur þeirra hafa birt yfir­lýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna ör­laga þeirra og segja þá munu lifa á­fram í minningum þeirra.

Banda­ríska land­helgis­gæslan lýsti því yfir í gær að fimm stórir hlutar úr braki kaf­bátsins Títan úr smiðju OceanGate hefði fundist á hafs­botni. Talið er ljóst að kaf­báturinn hafi látið undan miklum þrýstingi og fallið saman með til­heyrandi hvelli.

Um borð í bátnum voru hinn 77 ára franski djúp­sjávar­könnuður Paul-Henri Nar­geo­let, pakistanski auð­kýfingurinn Shahzada Dawood og ní­tján ára gamall sonur hans Suleman Dawood á­samt breska auð­kýfingnum og könnuðinum Hamish Harding og for­stjóra Stockton Rush, for­stjóra OceanGate.

Þeirra hefur verið minnst víða um heim, meðal annars í til­kynningu frá Hvíta húsinu. Þar segir að fimm­menninganna verði minnst um ó­komna tíð og er fjöl­skyldu­með­limum þeirra sendar sam­úðar­kveðjur. Bresk og pakistönsk yfir­völd hafa auk þess sent fjöl­skyldum þeirra sam­úðar­kveðjur og segjast þau fylgjast vel með málinu.

Elskaði hafið

Könnunar­fyrir­tækið OceanGate hefur sagt í yfir­lýsingu að fimm­menningarnir hafi verið al­vöru land­könnuðir sem verði minnst um heim allan. Stockton Rush var stofnandi fyrir­tækisins og rifjar breska ríkis­út­varpið upp að hann hafi alla tíð elskað hafið.

„Í hvert sinn sem ég kafa þá sé ég eitt­hvað sem ég hef aldrei séð áður, sem enginn maður hefur lík­lega séð áður,“ sagði hann eitt sinn í heimildar­mynd úr smiðju BBC.

Hann sagði mark­mið fyrir­tækisins vera að gera fólk spennt fyrir hafinu og leyndar­dómum þess. Köfunin að Titanic væri eitt­hvað sem allir ættu að gera.

„Ég las grein þar sem kom fram að það væru þrjú orð í enska tungu­málinu sem allir þekkja. Það er Coca-Cola, Guð og Titanic.“

Hafi haft efa­semdir um ferðina með föður sínum

Þá segja ættingjar franska kafarans Paul-Henri Nar­geo­let að hans verði minnst sem einn merkasti djúp­sjávar­könnuður nú­tímans. Hinn 77 ára gamli könnuður hafði kafað 37 sinnum niður að braki far­þega­skipsins Titanic.

Fjöl­skylda pakistönsku feðgana Shahzada Dawood og hins ní­tján ára gamla Suleman Dawood, segist harmi slegin vegna frá­falls þeirra. Í til­kynningu segjast þau þakk­lát við­bragðs­aðilum sem þau segja hafa sýnt fram á hið besta í eðli mann­kyns.

Frá vinstri Hamish Harding, Stockton Rush, Suleman Dawood, Shahzada Dawood og Paul-Henri Nargeolet.

Þá hefur há­skólinn í Str­at­hclyde, sem stað­settur er í Glas­gow í Skot­landi sent frá sér yfir­lýsingu vegna frá­falls Suleman sem stundaði þar nám. Skóla­yfir­völd segja Suleman hafa verið góðan nemanda sem hafi átt fram­tíðina fyrir sér.

Breska blaðið The Guar­dian greinir frá því að frænka hans Az­meh Dawood hafi lýst því að hinn ní­tján ára gamli há­skóla­nemi hafi verið smeykur fyrir kaf­báta­ferðina. Hann hafi hins vegar á­kveðið að slást í för með föður sínum, enda hafi hún verið skipu­lögð á feðra­daginn.

Myndi vera stoltur af við­bragðs­aðilum

Fjöl­skylda breska auð­kýfingsins og ævin­týra­mannsins Hamish Harding segir að hans verði minnst sem ást­ríks föður og manns sem hafi verið fyrir­mynd allra þeirra sem hann þekktu.

„Hann var ein­stakur og við elskuðum hann. Hann var metnaðar­fullur könnuður sama hvað og lifði fyrir fjöl­skyldu sína, fyrir­tæki sitt og næsta ævin­týri,“ segir í til­kynningu fjöl­skyldunnar.

Hún segir að hann hefði verið stoltur gæti hann fylgst með við­brögðum heimsins og vinnu við­brags­aðila sem hafi leitað að kaf­bátnum síðustu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×