Erlent

Tveggja leitað í rústunum og nær fjöru­tíu slasaðir

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sprengingin varð upp úr hádegi í dag.
Sprengingin varð upp úr hádegi í dag. AP

Þrjátíu og sjö eru slasaðir og þar af fjórir lífshættulega eftir að gassprenging varð í miðborg Parísar upp úr hádegi í dag. Að minnsta kosti tveir eru taldir enn týndir í rústum hússins. 

Sprengingin átti sér stað í húsi sem hýsti hönnunarskóla og höfuðstöðvar kaþólska menntakerfisins. Húsið er staðsett á götunni Saint-Jacques í 5. hverfi Parísar, við hlið Val de Grâce kirkjunnar. 

Samkvæmt BBC standa björgunaraðgerðir enn yfir þar sem tveggja er leitað í rústunum.

Ekki er enn vitað um upptök sprengingarinnar en samkvæmt saksóknarembættinu er líklegt að sprengingin hafi átt sér stað innan hússins.

Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, fór að slysstaðnum í dag. Hann segir þefhunda hafa þefað uppi mögulegar staðsetningar þeirra sem enn týndir eru eftir sprenginguna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×