Fótbolti

Ákvörðun Benzemas kom Ancelotti í opna skjöldu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karim Benzema faðmar Carlo Ancelotti eftir kveðjuleik Frakkans fyrir Real Madrid.
Karim Benzema faðmar Carlo Ancelotti eftir kveðjuleik Frakkans fyrir Real Madrid. getty/Oscar J. Barroso

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að ákvörðun Karims Benzema að yfirgefa félagið hafi komið sér á óvart.

Benzema lék sinn síðasta leik fyrir Real Madrid þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Athletic Bilbao í gær. Benzema skoraði mark Madrídinga úr vítaspyrnu. Þetta var hans 354. og síðasta mark fyrir Real Madrid.

Ancelotti segist fyrst hafa verið látinn vita af ákvörðun Benzemas í gærmorgun.

„Þetta kom mér á óvart en hann hugsaði þetta til enda. Ákvörðun hans er hluti af ferli hjá félaginu og við þurfum að hugsa um hvað við ætlum að gera,“ sagði Ancelotti.

Benzema kom til Real Madrid 2009. Hann vann allt sem hægt var að vinna með félaginu, meðal annars Meistaradeild Evrópu fimm sinnum.

Benzema er næstmarkahæstur í sögu Real Madrid á eftir Cristiano Ronaldo og sá fimmti leikjahæsti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×