Erlent

Telja að maðurinn hafi kyrkt Emili­e Meng

Atli Ísleifsson skrifar
Emilie Meng fannst látin í stöðuvatni á vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016 en hennar hafði þá verið saknað í fimm mánuði.
Emilie Meng fannst látin í stöðuvatni á vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016 en hennar hafði þá verið saknað í fimm mánuði. Lögregla í Danmörku

Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni.

Saksóknarar birtu manninum nýja ákæru í dómsal í Næstved í dag. Maðurinn var upphaflega handtekinn í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku í Kir­kerup í mars, en lögregla fann hana á lífi á heimili mannsins í Korsør. Málið vakti mikla athygli í Danmörku og víðar.

Lögregla tók fljótlega að kanna hvort maðurinn kynni að tengjast morðinu á hinni ára sautján ára Meng árið 2016 – máli sem enn telst óupplýst.

Í enn öðrum ákærulið er maðurinn sakaður um að hafa hótað og beitt fimmtán ára stúlku ofbeldi í Sorø þann 8. nóvember síðastliðinn. Vill lögregla meina að hann hafi hótað stúlkunni með hníf, slegið hana í magann og reynt að nauðga henni.

Varðandi þeim ákæruliðum sem snúa að morðinu á Meng þá er maðurinn grunaður um morð, frelsissviptingu og líkamsmeiðingar. Danskir fjölmiðlar segja frá því að maðurinn hafi rænt Meng, fært hana á ótiltekinn stað, beitt hana ofbeldi og kyrkt hana. Þá hafi hann flutt líkið og komið því fyrir í stöðuvatni.

Meng fannst látin í stöðuvatni á vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016 en hennar hafði þá verið saknað í fimm mánuði.

Maðurinn neitar sök í málinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×