Erlent

Sar­kozy tapar á­frýjun en sleppur við að sitja inni

Atli Ísleifsson skrifar
Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012.
Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. EPA

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband.

Dómstóll dæmdi Sarkozy í þriggja ára fangelsi árið 2021, þar af tvö ár skilorðsbundin, fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á dómara í öðru spillingarmáli árið 2014. Var Sarkozy sakfelldur fyrir að hafa lofað dómaranum virt embætti gegn því að fá gögn afhent.

Honum hefur jafnframt verið meinað að gegna opinberu embætti næstu þrjú árin, að því er segir í frétt BBC. 

Hinn 67 ára Sarkozy, sem gegndi embætti forseta á árunum 2007 til 2012, er fyrsti fyrrverandi forseti Frakklands til að fá fangelsisdóm.


Tengdar fréttir

Sarkozy ákærður fyrir spillingu

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×