Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður leiðtogafundur Evrópuráðsins að sjálfsögðu fyrirferðarmikill en hann hefst á morgun.

Hundruð manna hafa komið að skipulagningunni enda um fágætan viðburð að ræða en leiðtogar ráðsins hafa aðeins komið saman nokkrum sinnum áður á langri sögu ráðsins. 

Einnig fjöllum við um heimsókn Selenskís Úkraínuforseta til Bretlands í morgun þar sem hann fundaði með Rishi Sunak forsætisráðherra og ítrekaði beiðnir sínar um herþotur til að nota í stríðinu gegn innrásarliði Rússa. 

Verkfall BSRB liða hjá sveitarfélögum landsins hófst í morgun með aðgerðum sem standa í einn og hálfan sólarhring í mörgum af stærri sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, að Reykjavík undanskilinni. 

Einnig heyrum við í veðurfræðingi en í dag eru gular viðvaranir í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra og í gærkvöldi þurfti að loka Fjarðarheiði fyrir austan vegna veðurs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×