Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður fjallað um álit Lagastofnunar Háskóla Íslands sem birtist á vef Dómsmálaráðuneytisins í morgun. 

Einn höfunda álitsins segir að yfirlýsing ráðuneytisins um að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sé of afdráttarlaus.

Þá fjöllum við um þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglum um flugáhafnir sem banna flugliðum að nota ADHD lyf. Formaður ADHD samtakanna segir um fornaldarhugsunarhátt að ræða. 

Einnig verður rætt við stjórnarmann í eftirlitsnefnd EFTA sem segir íslensk stjórnvöld oft gerast sek um seinagang þegar kemur að því að svara úrskurðum nefndarinnar.

Að lokum heyrum við hljóðið í Diljá sem komst ekki upp úr riðlingum á undanúrslitakvöldi Eurovision í gær. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×